NVL stækkar!

NVL ehf leitar að metnaðarfullum og þjónustuliprum einstaklingum til að sinna ýmsum verkefnum í upplýsingatækni fyrir verslanir og veitingahús. Viðkomandi mun taka þátt í þróun og umbótum í ört stækkandi umhverfi.

 

Verkefnastjóri:

Menntunar- og hæfniskröfur::

·        Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði, verkefnastjórnun eða sambærilega menntun

·        Gott skipulag, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð er nauðsynlegt

·        Hæfni til að halda utan um mörg samhliða verkefni og leiða framkvæmd þeirra

·        Metnaður, jákvæðni, þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum

·        Þekking á Business Central / Dynamics NAV er stór plús

·        Æskilegt er að viðkomandi hafi góða tækniþekkingu og getu til að setja sig inn í nýjar lausnir


Ráðgjafi í Business Central / LS Central:

Menntunar- og hæfniskröfur::

·        Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafærði eða lokið námi sem viðurkenndur bókari

·        Gott skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er nauðsynlegt

·        Metnaður, jákvæðni, þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum

·        Reynsla og góð þekking á fjárhagskerfum eins og Business Central / Dynamics NAV er stór plús

·        Æskilegt er að viðkomandi hafi góða tækniþekkingu og getu til að setja sig inn í nýjar lausnir

·        Starfsreynsla eða menntun sem snýr að verslun


Forritari:

Menntunar- og hæfniskröfur:

·        Menntun sem nýtist í starfi, t.d. tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærileg menntun.

·        Gott skipulag, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð er nauðsynlegt

·        Jákvæðni, þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum

·        Reynsla og góð þekking á forritun, framenda, bakenda eða appþróun

·        Þekking á Microsoft þróunartólum: Visual Studio, .NET, SQL, PHP, PowerShell

·        Góð tækniþekking og geta til að setja sig inn í nýjar lausnir

 

Allar umsóknir og fyrirspurnir sendist á Kristinn Eiríksson (ke@nvl.is) fyrir 31. Júlí 2022

Previous
Previous

Davíð Valdimar Arnalds til NVL

Next
Next

LS Golden Partner